Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Atli Arason skrifar 21. mars 2022 23:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. „Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira