Þau ætla ekkert að gera Kristrún Frostadóttir skrifar 22. mars 2022 07:31 Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun