Af afglæpavæðingu og mismunun Kristín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2022 19:31 Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun