Sameining háskólasamfélagsins Auður Eir Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 14:00 Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun