Telma var spurð að því hvað hafi skilið á milli liðanna, þá sérstaklega í fjórða leikhluta, þegar Breiðablika laut í gras fyrir Haukum í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ.
„Við vorum bara ekki nógu góðar í vörninni. Við leyfðum þeim að taka allt of mikið af sóknarfráköstum. Spiluðum ekki nægjanlega góða vörn og þar af leiðandi náðum við ekki takti í sókninni.“

Blikum gekk mjög vel framan af að opna vörn Hauka og skora en sá Telma eitthvað sem þær hefðu getað haldið áfram með í þá áttina til að klára leikinn?
„Þetta var fyrst og fremst varnarleikurinn sem klikkaði. Hann var ekki nógu góður og því spiluðum við ekki nógu góða sókn. Misstum þetta í einstaklingsframtök og spiluðum ekki nógu vel saman.“
Að lokum var Telma spurð hvort frammistaðan og staðreyndin að Blikar hafi komist í bikarúrslit gæfu ekki góð fyrirheit fyrir framtíð liðsins.
„Jú, við verðum bara að halda þessu áfram og gera betur á næsta tímabili. Við komumst þá ofar í töfluna í deildinni.“