Við gefum þeim orðið.
Að sleppa rakakremi undir farða
Falleg húð er lykillinn að fallegri förðun. Mikilvægt er að veita húðinni góðan raka áður en við hefjumst handa. Rakagóð húð gefur okkur betri blöndun og fallegri áferð á förðuninni.
Of mikill hyljari
Það er misjafnt hversu mikinn hyljara hver og einn þarf en gott er að byrja á minna magni og vinna sig upp. Oftar en ekki þurfum við á minna magni af hyljara að halda en við höldum. Varist að setja of mikinn hyljara þar sem fínar línur eru, við viljum ekki að hyljarinn setjist í línurnar. Gott ráð er að fara ekki of nálægt neðri augnhárunum með hyljarann til að forðast "creasing".

Að draga farðann ekki niður hálsinn
Það síðasta sem við viljum er að það sjáist hvar farðinn okkar endar, því er mikilvægt að draga farðann niður hálsinn og láta hann „fade-a“ út þar. Þá forðumst við skil á farðanum eða svokallaða grímu.
Of ljós highlighter
Highlighter á að draga fram hæstu punktana á andlitinu og gefa húðinni fallegan ljóma.
Til að velja réttan highlighter fyrir þinn húðtón mælum við með að prófa litinn á hendinni og sjá hvort hann falli að þínum húðtón. Ef hann sker sig mikið út þá er hann ekki í réttum tón fyrir þig.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýjasta þáttinn af Snyrtiborðinu en eldri þætti má finna HÉR.