Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 13:00 Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Eldur Ólafsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun