Innlent

Grunn­skóla­kennarar sam­þykktu nýjan kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 60 prósent kennara samþykktu samninginn.
Rúmlega 60 prósent kennara samþykktu samninginn. Vísir/Vilhelm

Félagar í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um 62 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu, en atkvæðagreiðsla hófst þriðjudaginn 15. mars og lauk klukkan tíu í dag.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er svohljóðandi:

  • Á kjörskrá voru 5.170
  • Atkvæði greiddu 3.610 eða 69,83%
  • Já sögðu 2.254 eða 62,44%
  • Nei sögðu 1.161 eða 32,16%
  • Auðir voru 195 eða 5,40%

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir í lok desember. Þá sögðu 73,71 prósent nei en já sögðu 24,82 prósent. Hófust þá viðræður á ný sem hefur þá skilað sér í þessum nýja samningi sem undirritaður var 10. mars síðastliðinn.

Gildistími hins nýja kjarasamnings sé frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×