Úkraínuforseti segir Rússa reisa múr milli frjálsra og ófrjálsra ríkja Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:42 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu var hylltur að lokonu ávarpi sínu til þýska þingsins í dag þótt hann hafi gagnrýnt Þjóðverja töluvert í ávarpi sínu. AP/Markus Schreiber Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækkaði með hverjum deginum sem liði í stríðinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43
Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent