„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 09:00 Darri Aronsson í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Svartfjallalandi á Evrópumótinu í janúar. Getty/Uros Hocevar Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“ Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“
Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira