Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 21:56 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“ Veður Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“
Veður Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira