„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi var birtur í gær en á þeim lista eru birt nöfn fjörtíu einstaklinga sem teljast efnilegir framtíðarleiðtogar fyrir íslenskt atvinnulíf. 40/40 listinn hefur verið birtur þrisvar en hann er unninn af Góðum samskiptum sem Andrés Jónsson er í forsvari fyrir. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa hafa bæði verið á eldri 40/40 listum. Í dag gefa þau sér yngri stjórnendum góð ráð. Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Guðbjörg og Gunnar eiga það sameiginlegt að hafa verið á 40/40 listanum yfir efnilega stjórnendur yngri en fertugt sem Góð samskipti hafa nú birt á tveggja ára fresti í sex ár. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um 40/40 lista ársins 2022 en leiða má líkum að því að margir þeirra sem tilgreindir eru á þessum listum, séu til framtíðar öflugir og upprennandi stjórnendur. Góðu ráðin til yngri stjórnenda Í gær var birtur nýr 40/40 listi þar sem fram koma nöfn fjörtíu efnilegra stjórnenda sem náð hafa langt í starfsframa, án þess að vera komin í efsta stjórnendalag. Hópurinn telst afreksfólk í atvinnulífinu, rísandi stjörnur sem líklegar eru til að teljast til framtíðarleiðtoga. Atvinnulífið bað þau Guðbjörgu og Gunnar um að gefa sér yngri stjórnendum góð ráð og nefna hvað þeim fyndist hafa gagnast þeim sérstaklega vel á sinni vegferð. Spurningin sem Guðbjörg og Gunnar voru beðin um að svara er svohljóðandi: Hvaða ráð eða atriði myndir þú nefna við þér yngri stjórnendur, sem dæmi um eitthvað sem hefur nýst þér vel í starfi í gegnum tíðina? Sérstaka athygli vekur hversu einlæg Guðbjörg og Gunnar eru í svörum sínum, en í viðtali við Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum í gær, segir Andrés einmitt að mjúkir hæfileikar séu greinilega eiginleikar sem sífellt fleiri horfa til hjá eftirsóttum leiðtogum. Þá segir Andrés einnig um framtíðarleiðtoga: „Já mér finnst ekki ólíklegt að atvinnulífið og samfélagið í heild sinni sé að falast meira eftir lágstemmdari leiðtogum en kannski eitt sinn var. Sterkur leiðtogi í dag mælir ekki stöðutáknið sitt með stórri skrifstofu, stórum bíl eða fyrirtækjakorti. Í dag þarf ekkert af þessu til að vera góður leiðtogi. Það eru einfaldlega aðrir mælikvarðar sem fólk og fyrirtæki eru farin að horfa meira til.“ Guðbjörg Heiða segir jákvætt hugarfar skipta miklu máli og það að hafa alltaf áhuga á því sem við erum að gera. Það gerir allt svo miklu skemmtilegra. Guðbjörgu finnst mjög gott að vinna í teymum og minnir okkur á í dag hversu mikilvægt það er alla daga að brosa og segja takk! Jákvætt hugarfar er mikilvægt Árið 2018 var Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir ein þeirra sem var á 40/40 listanum. Þá var hún 37 ára og starfaði sem forstöðumaður hjá Marel. Þar bar hún ábyrgð á alþjóðlegri nýsköpunarstarfsemi og starfaði þvert á mörg svið fyrirtækisins. Áður hafði hún starfað hjá Eyri Invest en Guðbjörg er með meistaragráðu í iðnaðarverfræði frá Háskóla Íslands. Í dag er Guðbjörg Heiða framkvæmdastjóri Marels á Íslandi. Góðu ráð Guðbjargar: “Að vera með jákvætt hugarfar og áhuga á því sem þú ert að gera, er eitthvað sem nýtist alltaf og gerir daginn skemmtilegri. Mér finnst alltaf gott að vinna í teymi, þar sem við höfum sameiginleg markmið og nýtum styrkleika hvers annars. Í slíku teymi er unnið saman, hugmyndir eru ræddar, lausnir mátaðar og ákvarðanir teknar. Stjórnandinn hefur mikið að segja þarna, að skapa traust og góðan anda er eitthvað sem teymi getur illa gert ef stjórnandinn er óviss, óöruggur eða treystir ekki teyminu. Að geta horft á stóru myndina og byggt brýr er alltaf að verða mikilvægari eiginleiki. Að ná að tengja þannig að hlutirnir falli svo rétt saman. Að stýra fyrirtæki og koma vörum út á markað þarfnast núna sérþekkingar marga fagaðila sem þarf að ná rétt saman svo það gangi upp. Varðandi meira svona praktíska hluti þá er lykilatriði að taka ákvarðanir og yfirleitt er það þannig að ef þú veist ekki hvað er best að gera þá tekurðu aðeins minni skref í einu og eykur tíðnina. Svipað og maður myndi gera í krísustjórnun. Daglegir fundir og smærri ákvarðanir þangað til þú ert farin að sjá stóru myndina. Á slíkri vegferð þarf að góða sýn og rétt gildi. Þá kemstu alltaf á leiðarenda en þorir að varða veginn jafnt og örugglega. Mér var einu sinni ráðlagt að á hverjum einasta fundi sem ég færi á þá væri gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk. Ég hélt að viðkomandi ætlaði að ráðleggja mér og útskýra í löngu máli hvernig hver fundur ætti að vera skýr, með markmið og greinargóða niðurstöðu. En mér fannst þetta miklu áhugaverðari ráðlegging og reyni að muna eftir henni. Að lokum, ef það væri bara eitthvað eitt, þá væri það: hlustaðu.“ Gunnar Egill segir afar mikilvægt að fólk muni alltaf eftir því að hugsa vel um heilsuna og rækta sjálfan sig og sína nánustu. Honum finnst gott að fara yfir framtíðarsýnina sína einu sinni á ári og í dag minnir hann okkur á hversu mikilvægt það er að koma alltaf fram við alla af virðingu, sama hvað er. Að koma fram við alla af virðingu Gunnar Egill Sigurðsson var á 40/40 listanum árið 2020, þá fertugur. Gunnar starfaði þá sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa en þar hafði hann unnið sig upp í starfi. Til að mynda var Gunnar framkvæmdastjóri Nettó í nokkur ár. Í umsögn Góðra samskipta um Gunnar árið 20/20 er það nefnt sérstaklega að Gunnar hafi verið orðaður við forstjórastól Haga sem Finnur Oddsson settist síðan í. Í dag er Gunnar forstjóri Samkaupa. Góðu ráð Gunnars: „Hugsaðu vel um heilsuna, bæði líkamlega og andlega, án hennar nærðu ekki að þróast áfram, náðu góðum nætursvefn og hreyfðu þig helst daglega. Að sinna áhugamálum og passa sig að hugsa vel um sína nánustu er nauðsynlegt því það koma alltaf ný verkefni og ef maður nær ekki að hreinsa hugann brennur maður hratt út eða verður fullsaddur á því sem maður er að fást við. Farðu með þig í gegnum stefnumótun eins og þú sért fyrirtæki. Hvað viltu? Hvar ætlar þú að vera eftir 5 ár? Hvað einkennir þig? Hver eru þín persónuleg gildi sem þú tileinkar þér? Og svo framvegis. Sjálfur skrifa ég árlega niður mína framtíðarsýn, gildin mín, bæði persónuleg og vinnutengd, persónuleg markmið og vinnutengd og hvernig leiðtogi ég vill vera. Þetta hjálpar mér að halda fókus í amstri dagsins og vera leiðarvísir að því að vera stöðugt að vinna að mínum markmiðum og sýn. Að koma heiðarlega fram við aðra, alveg sama hvað, og sýna öðrum virðingu er lykilatriði. Mikilvægt er að byrja snemma að hugsa um sitt tengslanet og setja skriflega niður fyrir sjálfan sig hvaða fólki maður vill kynnast, í hvaða atvinnugrein, fyrirtæki eða öðru sem manni finnst skipta máli. Mikilvægt er að fylgja sinni sannfæringu og selja sínar hugmyndir, teikna upp eins skýra mynd af þeim hugmyndum sem maður vill selja, hlusta á skoðanir annarra og fylgja þeim svo eftir. En...umfram allt að hafa gaman af lífinu og lifa því núna!“ Mikill mannauður Í gær fjallaði Atvinnulífið um aðdragandann að því að 40/40 listinn varð til. Hann var fyrst birtur árið 2018, síðan 2020 og í þriðja sinn í gær. Til gamans rifjum við upp með myndum, hverjir hafa verið á listum til þessa en nánari umsagnir um hvern og einn má einnig sjá á vefsíðu Góðra samskipta Þessi voru á 40/40 listanum árið 2018, sjá nánari umsagnir HÉR. Þessi voru á 40/40 listanum árið 2020, sjá nánari umsagnir HÉR. Nýr 40/40 listi fyrir árið 2022 var birtur í gær og hér má sjá þau sem eru á nýja listanum. Nánari umsagnir má sjá HÉR. Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Guðbjörg og Gunnar eiga það sameiginlegt að hafa verið á 40/40 listanum yfir efnilega stjórnendur yngri en fertugt sem Góð samskipti hafa nú birt á tveggja ára fresti í sex ár. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um 40/40 lista ársins 2022 en leiða má líkum að því að margir þeirra sem tilgreindir eru á þessum listum, séu til framtíðar öflugir og upprennandi stjórnendur. Góðu ráðin til yngri stjórnenda Í gær var birtur nýr 40/40 listi þar sem fram koma nöfn fjörtíu efnilegra stjórnenda sem náð hafa langt í starfsframa, án þess að vera komin í efsta stjórnendalag. Hópurinn telst afreksfólk í atvinnulífinu, rísandi stjörnur sem líklegar eru til að teljast til framtíðarleiðtoga. Atvinnulífið bað þau Guðbjörgu og Gunnar um að gefa sér yngri stjórnendum góð ráð og nefna hvað þeim fyndist hafa gagnast þeim sérstaklega vel á sinni vegferð. Spurningin sem Guðbjörg og Gunnar voru beðin um að svara er svohljóðandi: Hvaða ráð eða atriði myndir þú nefna við þér yngri stjórnendur, sem dæmi um eitthvað sem hefur nýst þér vel í starfi í gegnum tíðina? Sérstaka athygli vekur hversu einlæg Guðbjörg og Gunnar eru í svörum sínum, en í viðtali við Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum í gær, segir Andrés einmitt að mjúkir hæfileikar séu greinilega eiginleikar sem sífellt fleiri horfa til hjá eftirsóttum leiðtogum. Þá segir Andrés einnig um framtíðarleiðtoga: „Já mér finnst ekki ólíklegt að atvinnulífið og samfélagið í heild sinni sé að falast meira eftir lágstemmdari leiðtogum en kannski eitt sinn var. Sterkur leiðtogi í dag mælir ekki stöðutáknið sitt með stórri skrifstofu, stórum bíl eða fyrirtækjakorti. Í dag þarf ekkert af þessu til að vera góður leiðtogi. Það eru einfaldlega aðrir mælikvarðar sem fólk og fyrirtæki eru farin að horfa meira til.“ Guðbjörg Heiða segir jákvætt hugarfar skipta miklu máli og það að hafa alltaf áhuga á því sem við erum að gera. Það gerir allt svo miklu skemmtilegra. Guðbjörgu finnst mjög gott að vinna í teymum og minnir okkur á í dag hversu mikilvægt það er alla daga að brosa og segja takk! Jákvætt hugarfar er mikilvægt Árið 2018 var Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir ein þeirra sem var á 40/40 listanum. Þá var hún 37 ára og starfaði sem forstöðumaður hjá Marel. Þar bar hún ábyrgð á alþjóðlegri nýsköpunarstarfsemi og starfaði þvert á mörg svið fyrirtækisins. Áður hafði hún starfað hjá Eyri Invest en Guðbjörg er með meistaragráðu í iðnaðarverfræði frá Háskóla Íslands. Í dag er Guðbjörg Heiða framkvæmdastjóri Marels á Íslandi. Góðu ráð Guðbjargar: “Að vera með jákvætt hugarfar og áhuga á því sem þú ert að gera, er eitthvað sem nýtist alltaf og gerir daginn skemmtilegri. Mér finnst alltaf gott að vinna í teymi, þar sem við höfum sameiginleg markmið og nýtum styrkleika hvers annars. Í slíku teymi er unnið saman, hugmyndir eru ræddar, lausnir mátaðar og ákvarðanir teknar. Stjórnandinn hefur mikið að segja þarna, að skapa traust og góðan anda er eitthvað sem teymi getur illa gert ef stjórnandinn er óviss, óöruggur eða treystir ekki teyminu. Að geta horft á stóru myndina og byggt brýr er alltaf að verða mikilvægari eiginleiki. Að ná að tengja þannig að hlutirnir falli svo rétt saman. Að stýra fyrirtæki og koma vörum út á markað þarfnast núna sérþekkingar marga fagaðila sem þarf að ná rétt saman svo það gangi upp. Varðandi meira svona praktíska hluti þá er lykilatriði að taka ákvarðanir og yfirleitt er það þannig að ef þú veist ekki hvað er best að gera þá tekurðu aðeins minni skref í einu og eykur tíðnina. Svipað og maður myndi gera í krísustjórnun. Daglegir fundir og smærri ákvarðanir þangað til þú ert farin að sjá stóru myndina. Á slíkri vegferð þarf að góða sýn og rétt gildi. Þá kemstu alltaf á leiðarenda en þorir að varða veginn jafnt og örugglega. Mér var einu sinni ráðlagt að á hverjum einasta fundi sem ég færi á þá væri gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk. Ég hélt að viðkomandi ætlaði að ráðleggja mér og útskýra í löngu máli hvernig hver fundur ætti að vera skýr, með markmið og greinargóða niðurstöðu. En mér fannst þetta miklu áhugaverðari ráðlegging og reyni að muna eftir henni. Að lokum, ef það væri bara eitthvað eitt, þá væri það: hlustaðu.“ Gunnar Egill segir afar mikilvægt að fólk muni alltaf eftir því að hugsa vel um heilsuna og rækta sjálfan sig og sína nánustu. Honum finnst gott að fara yfir framtíðarsýnina sína einu sinni á ári og í dag minnir hann okkur á hversu mikilvægt það er að koma alltaf fram við alla af virðingu, sama hvað er. Að koma fram við alla af virðingu Gunnar Egill Sigurðsson var á 40/40 listanum árið 2020, þá fertugur. Gunnar starfaði þá sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa en þar hafði hann unnið sig upp í starfi. Til að mynda var Gunnar framkvæmdastjóri Nettó í nokkur ár. Í umsögn Góðra samskipta um Gunnar árið 20/20 er það nefnt sérstaklega að Gunnar hafi verið orðaður við forstjórastól Haga sem Finnur Oddsson settist síðan í. Í dag er Gunnar forstjóri Samkaupa. Góðu ráð Gunnars: „Hugsaðu vel um heilsuna, bæði líkamlega og andlega, án hennar nærðu ekki að þróast áfram, náðu góðum nætursvefn og hreyfðu þig helst daglega. Að sinna áhugamálum og passa sig að hugsa vel um sína nánustu er nauðsynlegt því það koma alltaf ný verkefni og ef maður nær ekki að hreinsa hugann brennur maður hratt út eða verður fullsaddur á því sem maður er að fást við. Farðu með þig í gegnum stefnumótun eins og þú sért fyrirtæki. Hvað viltu? Hvar ætlar þú að vera eftir 5 ár? Hvað einkennir þig? Hver eru þín persónuleg gildi sem þú tileinkar þér? Og svo framvegis. Sjálfur skrifa ég árlega niður mína framtíðarsýn, gildin mín, bæði persónuleg og vinnutengd, persónuleg markmið og vinnutengd og hvernig leiðtogi ég vill vera. Þetta hjálpar mér að halda fókus í amstri dagsins og vera leiðarvísir að því að vera stöðugt að vinna að mínum markmiðum og sýn. Að koma heiðarlega fram við aðra, alveg sama hvað, og sýna öðrum virðingu er lykilatriði. Mikilvægt er að byrja snemma að hugsa um sitt tengslanet og setja skriflega niður fyrir sjálfan sig hvaða fólki maður vill kynnast, í hvaða atvinnugrein, fyrirtæki eða öðru sem manni finnst skipta máli. Mikilvægt er að fylgja sinni sannfæringu og selja sínar hugmyndir, teikna upp eins skýra mynd af þeim hugmyndum sem maður vill selja, hlusta á skoðanir annarra og fylgja þeim svo eftir. En...umfram allt að hafa gaman af lífinu og lifa því núna!“ Mikill mannauður Í gær fjallaði Atvinnulífið um aðdragandann að því að 40/40 listinn varð til. Hann var fyrst birtur árið 2018, síðan 2020 og í þriðja sinn í gær. Til gamans rifjum við upp með myndum, hverjir hafa verið á listum til þessa en nánari umsagnir um hvern og einn má einnig sjá á vefsíðu Góðra samskipta Þessi voru á 40/40 listanum árið 2018, sjá nánari umsagnir HÉR. Þessi voru á 40/40 listanum árið 2020, sjá nánari umsagnir HÉR. Nýr 40/40 listi fyrir árið 2022 var birtur í gær og hér má sjá þau sem eru á nýja listanum. Nánari umsagnir má sjá HÉR.
Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00