Getur þú glatt barn með hjóli? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. mars 2022 09:30 Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun