Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 10:30 Kærustuparið Þorgils Jón Svölu Baldursson og Lovísa Thompson urðu bæði bikarmeistarar með Val um síðustu helgi. Hér sjást þau sátt eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum. Það þarf í raun að fara alla leið aftur á síðustu öld til að finna síðustu bikartvennu í handboltanum. Fyrir 25 árum unnu Haukarnir bikarinn hjá körlum og konum en frá þeim tíma hafði engu félagið tekist það þar til að Valsmenn afrekuðu það um síðustu helgi. Valskonur með bikarinn eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Árið 1997 unnu Haukakonur 16-13 sigur á Val í úrslitaleiknum en karlarnir unnu 26-24 sigur á KA sem höfðu þá unnið bikarinn tvö ár þar á undan. Skjámynd/Tímarit.is/Dagur-Tíminn Í aðalhlutverki hjá Haukaliðunum þetta árið voru þá kærustuparið Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir. Gústaf Bjarnason, bróðir Huldu lék líka með Haukunum. Hulda var markahæst hjá Haukakonum með fjögur eins og Judit Ezstergal en Aron skoraði þrjú mörk fyrir karlaliðið. Rúnar Sigtryggsson var markahæstur með sjö mörk og Gústaf skoraði fimm mörk. „Það hefur aldrei komið svona dagur hjá félaginu áður og það er mjög sjaldgæft í handboltanum að bæði meistaraflokkslið félagsins verði bikarmeistarar. Þetta er frábær dagur og allir áhangendur félagsins eru í skýjunum, og ég held að margir hverjir, sérstaklega þessir eldri munu ekki ná sér niður í langan tíma,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við Dag-Tímann en þar var rætt við kærustuparið. Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrsti bikar Arons en Hulda hafði unnið hann áður. „Ég var í Víkingsliðinu sem sigraði í þessari keppni, en þetta er allt öðruvísi tilfinning, enda er þetta annað árið sem ég spila með Haukum. Mér finnst ég eiga heima hérna, en það var ekki sama upp á teningnum þegar ég spilaði með Víkingi,“ sagði Hulda í viðtalinu við Tímann. Aðeins þrisvar áður hafði félag unnið bikartvennuna en þar af eiga Valsmenn tvö af þeim árum. Valur varð fyrsta félagið til að vinna tvennuna árið 1988 en árið eftir léku Stjarnan í Garðabæ það eftir. Árið 1993 unnu Valsmenn síðan bikartvennuna í annað skiptið. Í Valsliðinu árið 1988 var Júlíus Jónasson í stóru hlutverki en sonur hans, Alexander Örn Júlíusson, tók einmitt við bikarnum fyrir hönd Valsmanna um síðustu helgi. Valsmenn unnu þá 25-15 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitaleik karla en konurnar unnu áður 25-20 sigur á Stjörnunni í sínum úrslitaleik. Skjámynd/Tímarit.is/DV „Þetta er í einu orði sagt frábær stund hjá okkur Valsmönnum. Við náðum þeim áfanga í kvöld að verða fyrsta félagsliðið til að vinna þrjá titla á einu tímabili. Við stefndum ákveðið að þessum árangri í upphafi keppnistímabilsins og nú er þessi árangur í höfn. Ég vil þakka þennan árangur góðri liðsheild og frábærum þjálfara,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Valsmanna, í samtali við DV eftir leikinn. Bikartvenna Stjörnunnar árið 1989 var líka söguleg fyrir Garðabæjarliðið því þetta var fyrsti titilinn af mörgum hjá kvennaliði félagsins. Karlaliðið hafði unnið sinn fyrsta titil tveimur árum fyrr. Svo skemmtilega vildi til að fyrirliðar Stjörnunnar árið 1989 voru systkinin Skúli og Guðný Gunnsteinsbörn og tóku þau bæði við bikarnum á þessum fimmtudegi sem jafnframt var Sumardagurinn fyrsti. „Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur okkar á fjórum árum og kominn tími til að sigra. Við lögðum allt í þennan leik og unnum á góðri liðsheild,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, við Morgunblaðið eftir leikinn. Valsmenn hafa því unnið þrjár af fimm bikartvennum sögunnar og eina félagið sem hefur unnið hana oftar en einu sinni. Alexander Örn Júlíusson tekur við bikarnum fyrir hönd Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19 Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Það þarf í raun að fara alla leið aftur á síðustu öld til að finna síðustu bikartvennu í handboltanum. Fyrir 25 árum unnu Haukarnir bikarinn hjá körlum og konum en frá þeim tíma hafði engu félagið tekist það þar til að Valsmenn afrekuðu það um síðustu helgi. Valskonur með bikarinn eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Árið 1997 unnu Haukakonur 16-13 sigur á Val í úrslitaleiknum en karlarnir unnu 26-24 sigur á KA sem höfðu þá unnið bikarinn tvö ár þar á undan. Skjámynd/Tímarit.is/Dagur-Tíminn Í aðalhlutverki hjá Haukaliðunum þetta árið voru þá kærustuparið Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir. Gústaf Bjarnason, bróðir Huldu lék líka með Haukunum. Hulda var markahæst hjá Haukakonum með fjögur eins og Judit Ezstergal en Aron skoraði þrjú mörk fyrir karlaliðið. Rúnar Sigtryggsson var markahæstur með sjö mörk og Gústaf skoraði fimm mörk. „Það hefur aldrei komið svona dagur hjá félaginu áður og það er mjög sjaldgæft í handboltanum að bæði meistaraflokkslið félagsins verði bikarmeistarar. Þetta er frábær dagur og allir áhangendur félagsins eru í skýjunum, og ég held að margir hverjir, sérstaklega þessir eldri munu ekki ná sér niður í langan tíma,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við Dag-Tímann en þar var rætt við kærustuparið. Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrsti bikar Arons en Hulda hafði unnið hann áður. „Ég var í Víkingsliðinu sem sigraði í þessari keppni, en þetta er allt öðruvísi tilfinning, enda er þetta annað árið sem ég spila með Haukum. Mér finnst ég eiga heima hérna, en það var ekki sama upp á teningnum þegar ég spilaði með Víkingi,“ sagði Hulda í viðtalinu við Tímann. Aðeins þrisvar áður hafði félag unnið bikartvennuna en þar af eiga Valsmenn tvö af þeim árum. Valur varð fyrsta félagið til að vinna tvennuna árið 1988 en árið eftir léku Stjarnan í Garðabæ það eftir. Árið 1993 unnu Valsmenn síðan bikartvennuna í annað skiptið. Í Valsliðinu árið 1988 var Júlíus Jónasson í stóru hlutverki en sonur hans, Alexander Örn Júlíusson, tók einmitt við bikarnum fyrir hönd Valsmanna um síðustu helgi. Valsmenn unnu þá 25-15 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitaleik karla en konurnar unnu áður 25-20 sigur á Stjörnunni í sínum úrslitaleik. Skjámynd/Tímarit.is/DV „Þetta er í einu orði sagt frábær stund hjá okkur Valsmönnum. Við náðum þeim áfanga í kvöld að verða fyrsta félagsliðið til að vinna þrjá titla á einu tímabili. Við stefndum ákveðið að þessum árangri í upphafi keppnistímabilsins og nú er þessi árangur í höfn. Ég vil þakka þennan árangur góðri liðsheild og frábærum þjálfara,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Valsmanna, í samtali við DV eftir leikinn. Bikartvenna Stjörnunnar árið 1989 var líka söguleg fyrir Garðabæjarliðið því þetta var fyrsti titilinn af mörgum hjá kvennaliði félagsins. Karlaliðið hafði unnið sinn fyrsta titil tveimur árum fyrr. Svo skemmtilega vildi til að fyrirliðar Stjörnunnar árið 1989 voru systkinin Skúli og Guðný Gunnsteinsbörn og tóku þau bæði við bikarnum á þessum fimmtudegi sem jafnframt var Sumardagurinn fyrsti. „Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur okkar á fjórum árum og kominn tími til að sigra. Við lögðum allt í þennan leik og unnum á góðri liðsheild,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, við Morgunblaðið eftir leikinn. Valsmenn hafa því unnið þrjár af fimm bikartvennum sögunnar og eina félagið sem hefur unnið hana oftar en einu sinni. Alexander Örn Júlíusson tekur við bikarnum fyrir hönd Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19
Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira