Gefur út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir börn Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 16:01 Jón Gunnar Þórðarson er framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Birgir Ísleifur Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila gaf í dag út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir alþjóðlegan markað og hefur þar með tvöfaldað vöruframboð sitt. Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar. Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira
Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar.
Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira