„Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2022 09:00 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg geta unnið þrefalt á þessu tímabili. stöð 2 sport Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00