Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2022 19:54 Vita, Daria og Yana Vísir/sigurjón Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira