Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2022 19:54 Vita, Daria og Yana Vísir/sigurjón Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira