Talsmaður mannréttindabrota Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. mars 2022 13:00 Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar