Íslenskt (staðfest) Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 11:51 Svona lítur nýtt íslenskt upprunamerki út. Vísir/Snorri Nýtt upprunamerki fyrir íslensk matvæli, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Því er ætlað að fræða neytendur, sem eru sagðir vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru. Eftir nokkra mánuði fer nýs upprunamerkis að gæta á umbúðum íslenskra matvæla, Íslenskt staðfest. Ef þetta merki er til dæmis á grunnafurðum eins og mjólk, kjöti, eggjum eða sjávarafurðum þýðir það að maturinn sé 100% íslenskur, hann sé framleiddur hér og honum pakkað inn. Þetta gildir einnig um blóm. Í blönduðum og unnum vörum, eins og jógúrt eða osti, má 25% innihaldsins vera innflutt. Hingað til hafa ólíkir ósamræmdir límmiðar tengdir hinu og þessu átakinu hverju sinni verið í umferð, en Íslenskt staðfest er faglegur úthugsaður gæðastuðull - ævinlega vottaður með eftirliti þriðja aðila. Aðsend mynd Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir lengi hafa verið unnið að upprunamerkinu - fagnaðarefni að það sé loks í höfn eftir flókið ferli. „Þarna erum við komin með merki sem staðfestir bæði upprunann og framleiðsluna og svo smásöluna líka. Þetta er í raun og veru aukin neytendavernd, meiri meðvitund um innlenda framleiðslu og þar með erum við líka komin nær því sem við þekkjum úr umræðunni í dag, sem er umfjöllun um kolefnisspor, hringrásarhagkerfi, loftslagsáhrif og svo fæðuöryggi,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Ætlar þú bara að kaupa Íslenskt staðfest? „Ég reyni alltaf að kaupa íslenskt, mér finnst það skipta mjög miklu máli, og þetta mun hjálpa mér eins og öðrum neytendum.“ Svo er talað um að kjör fólks í matvælaframleiðslu séu ekki alveg ákjósanleg, heldurðu að þetta sé til lengri tíma til þess fallið að bæta þetta í heildarsamhenginu? „Ég er sannfærð um það. Afkoma sauðfjárbænda hefur verið sérstaklega bág og það hefur verið þáttur í því sem við erum meðvituð um. Ef við hjálpumst öll að við að lyfta íslenskum matvælum upp á þeim stað sem þeim ber, hjálpi það til við þennan þátt keðjunnar.“ Nú erum við komin með tollana og þetta, erum við þá ekki komin með ágætisdekkun? „Ég held það." Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Íslenskt eða hvað? Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. 4. desember 2020 08:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Eftir nokkra mánuði fer nýs upprunamerkis að gæta á umbúðum íslenskra matvæla, Íslenskt staðfest. Ef þetta merki er til dæmis á grunnafurðum eins og mjólk, kjöti, eggjum eða sjávarafurðum þýðir það að maturinn sé 100% íslenskur, hann sé framleiddur hér og honum pakkað inn. Þetta gildir einnig um blóm. Í blönduðum og unnum vörum, eins og jógúrt eða osti, má 25% innihaldsins vera innflutt. Hingað til hafa ólíkir ósamræmdir límmiðar tengdir hinu og þessu átakinu hverju sinni verið í umferð, en Íslenskt staðfest er faglegur úthugsaður gæðastuðull - ævinlega vottaður með eftirliti þriðja aðila. Aðsend mynd Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir lengi hafa verið unnið að upprunamerkinu - fagnaðarefni að það sé loks í höfn eftir flókið ferli. „Þarna erum við komin með merki sem staðfestir bæði upprunann og framleiðsluna og svo smásöluna líka. Þetta er í raun og veru aukin neytendavernd, meiri meðvitund um innlenda framleiðslu og þar með erum við líka komin nær því sem við þekkjum úr umræðunni í dag, sem er umfjöllun um kolefnisspor, hringrásarhagkerfi, loftslagsáhrif og svo fæðuöryggi,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Ætlar þú bara að kaupa Íslenskt staðfest? „Ég reyni alltaf að kaupa íslenskt, mér finnst það skipta mjög miklu máli, og þetta mun hjálpa mér eins og öðrum neytendum.“ Svo er talað um að kjör fólks í matvælaframleiðslu séu ekki alveg ákjósanleg, heldurðu að þetta sé til lengri tíma til þess fallið að bæta þetta í heildarsamhenginu? „Ég er sannfærð um það. Afkoma sauðfjárbænda hefur verið sérstaklega bág og það hefur verið þáttur í því sem við erum meðvituð um. Ef við hjálpumst öll að við að lyfta íslenskum matvælum upp á þeim stað sem þeim ber, hjálpi það til við þennan þátt keðjunnar.“ Nú erum við komin með tollana og þetta, erum við þá ekki komin með ágætisdekkun? „Ég held það."
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Íslenskt eða hvað? Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. 4. desember 2020 08:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Íslenskt eða hvað? Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. 4. desember 2020 08:30