Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 15:05 Ragnar Þór vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar. Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31