Engar lóðir í Hafnarfirði? Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2022 10:31 Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun