Troðfullt vöruhús af varningi á leið til Úkraínu Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. mars 2022 20:30 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands, sem hefur tekið þátt í söfnun fyrir Úkraínu. Stöð 2 Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda. Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira