Troðfullt vöruhús af varningi á leið til Úkraínu Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. mars 2022 20:30 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands, sem hefur tekið þátt í söfnun fyrir Úkraínu. Stöð 2 Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda. Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels