Orkuöryggi á ófriðartímum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. mars 2022 16:01 Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Bensín og olía Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun