Umfjöllun og viðtöl: Fram 19 - 25 Valur | Valur bikarmeistari kvenna í handbolta Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2022 16:41 Valur er bikarmeistari 2022 Hulda Margrét Valur er bikarmeistari kvenna í handbolta eftir 6 marka sigur á Fram. Eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 11-12, steig Valur upp í síðari hálfleik. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en Valur átti frábærar lokamínútur í leiknum sem skiluðu sigrinum. Frábær varnarleikur og markvarsla Vals í síðari hálfleik varð Framkonum um megn og má segja að það hafi verið lykillinn að sigrinum. Sara Sif, markvörður Vals, að fagna vörsluVísir/Hulda Margrét Á upphafsmínútum leiksins voru liðin virkilega jöfn en eftir tæpar fimm mínútur var staðan 2-2. Fram tók sig til og náði ágætis forskoti en Valskonur skoruðu ekki mark í um fimm mínútur. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Valur sig saman og náði að jafna forskotið sem Fram hafði náð. Rétt undir lok fyrri hálfleiks kom upp atvik sem varð til þess að dómarar leiksins nýttu sér myndbandsdómgæslu. Framkonur voru í sókn og misstu boltann. Á leið til baka í vörn reif Emma Olsson hana Elínu Rósu Magnúsdóttur niður. Þurfti hún á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda í kjölfarið. Niðurstaða myndbandsdómgæslunnar var beint rautt spjald. Viðbrögð Emmu Olsson við rauða spjaldinuVísir/Hulda Margrét Liðin voru virkilega jöfn fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks og skiptust þau á að skora. Á 45. mínútu höfðu Framkonur ekki náð að skora mark í tæpar sjö mínútur. Valur nýtti sér það og hafði aukið forystuna í þrjú mörk. Framarar misstu þar með hausinn og náðu ekki að minnka forystuna aftur nema í tvö mörk. Valur komst í sex marka forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir og þar með voru úrslitin ráðin. Valskonur með sex marka sigur, 19-25. Sara Sif Helgadóttir átti virkilega góðan leik í marki Vals en hún var með sautján varða bolta eða 49% markvörslu. Lovísa Thompson átti frábæran leik fyrir Val en hún skoraði tíu mörk. Hún var valin mikilvægasti maður leiksins. Lovísa að taka við verðlaunum fyrir mikilvægasta mann leiksinsVísir/Hulda Margrét Afhverju vann Valur? Valskonur voru með hausinn inni í leiknum allan tímann. Þær mættu tilbúnar til leiks og þegar þær virtust ætla að missa þetta niður gerðu þær ennþá betur og náðu alltaf að jafna leikinn á ný. Þær nýttu sér það virkilega vel þegar Fram missti línumanninn sinn úr leiknum. Aginn var 100% til staðar í liðinu og var virkilega gaman að fylgjast með þeim á vellinum. Hverjar stóðu upp úr? Eins og fram hefur komið var Lovísa Thompson frábær í leiknum en hún var einnig markahæst með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir var einnig flott í dag með sex mörk. Sara Sif Helgadóttir gjörsamlega lokaði marki Vals en hún var með 49% markvörslu. Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Perla Ruth Albertsdóttir var með fjögur mörk. Hafdís Renötudóttir var með átta varða bolta í markinu eða 25% vörslu. Hvað gekk illa? Framkonur áttu erfitt uppdráttar eftir að hafa misst einn af lykilmönnunum sínum út. Þær héldu þó lengi vel út en misstu þetta niður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Eftir að hafa ekki skorað mark í um sjö mínútur í síðari hálfleik misstu þær niður alla trú á sér og hreinlega gáfust bara upp. Hvað gerist næst? Fram á næst deildarleik þann 18. mars gegn HK á heimavelli. Valskonur eiga einnig heimaleik næst en þær fá ÍBV í heimsókn þann 19. mars. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson: Ég er svo stolt af stelpunum „Mér líður ótrúlega vel. Ég er svo stolt af stelpunum og við lögðum okkur allar fram í þetta. Ég er svo ótrúlega glöð og við áttum þetta skilið“ Hafði Lovísa Thompson, nýkringdur mikilvægasti maður leiksins, að segja. „Þetta var hörkuleikur og við gefum Fram bara algjört hrós fyrir það. Þetta eru tvö hörkulið og þetta féll bara okkar megin í dag. Við sýndum mjög mikla grimmd í dag. Við eigum þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna að þessu í mjög langan tíma og það eru margar stelpur í hópnum okkar sem hafa aldrei unnið neitt. Það er bara mjög gaman að taka þetta hér í dag“. „Vörnin var geggjuð hjá okkur og mér fannst hún heppnast algjörlega. Við náðum að loka mjög vel á þær. Sara Sif var að verja ótrúlega marga bolta. Þannig ég myndi segja að við höfum unnið þetta á vörn og markvörslu.“ Sagði Lovía að lokum áður en hún fór að taka við verðlaunum liðsins. Coca-Cola bikarinn Olís-deild kvenna Fram Valur
Valur er bikarmeistari kvenna í handbolta eftir 6 marka sigur á Fram. Eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 11-12, steig Valur upp í síðari hálfleik. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en Valur átti frábærar lokamínútur í leiknum sem skiluðu sigrinum. Frábær varnarleikur og markvarsla Vals í síðari hálfleik varð Framkonum um megn og má segja að það hafi verið lykillinn að sigrinum. Sara Sif, markvörður Vals, að fagna vörsluVísir/Hulda Margrét Á upphafsmínútum leiksins voru liðin virkilega jöfn en eftir tæpar fimm mínútur var staðan 2-2. Fram tók sig til og náði ágætis forskoti en Valskonur skoruðu ekki mark í um fimm mínútur. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Valur sig saman og náði að jafna forskotið sem Fram hafði náð. Rétt undir lok fyrri hálfleiks kom upp atvik sem varð til þess að dómarar leiksins nýttu sér myndbandsdómgæslu. Framkonur voru í sókn og misstu boltann. Á leið til baka í vörn reif Emma Olsson hana Elínu Rósu Magnúsdóttur niður. Þurfti hún á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda í kjölfarið. Niðurstaða myndbandsdómgæslunnar var beint rautt spjald. Viðbrögð Emmu Olsson við rauða spjaldinuVísir/Hulda Margrét Liðin voru virkilega jöfn fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks og skiptust þau á að skora. Á 45. mínútu höfðu Framkonur ekki náð að skora mark í tæpar sjö mínútur. Valur nýtti sér það og hafði aukið forystuna í þrjú mörk. Framarar misstu þar með hausinn og náðu ekki að minnka forystuna aftur nema í tvö mörk. Valur komst í sex marka forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir og þar með voru úrslitin ráðin. Valskonur með sex marka sigur, 19-25. Sara Sif Helgadóttir átti virkilega góðan leik í marki Vals en hún var með sautján varða bolta eða 49% markvörslu. Lovísa Thompson átti frábæran leik fyrir Val en hún skoraði tíu mörk. Hún var valin mikilvægasti maður leiksins. Lovísa að taka við verðlaunum fyrir mikilvægasta mann leiksinsVísir/Hulda Margrét Afhverju vann Valur? Valskonur voru með hausinn inni í leiknum allan tímann. Þær mættu tilbúnar til leiks og þegar þær virtust ætla að missa þetta niður gerðu þær ennþá betur og náðu alltaf að jafna leikinn á ný. Þær nýttu sér það virkilega vel þegar Fram missti línumanninn sinn úr leiknum. Aginn var 100% til staðar í liðinu og var virkilega gaman að fylgjast með þeim á vellinum. Hverjar stóðu upp úr? Eins og fram hefur komið var Lovísa Thompson frábær í leiknum en hún var einnig markahæst með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir var einnig flott í dag með sex mörk. Sara Sif Helgadóttir gjörsamlega lokaði marki Vals en hún var með 49% markvörslu. Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Perla Ruth Albertsdóttir var með fjögur mörk. Hafdís Renötudóttir var með átta varða bolta í markinu eða 25% vörslu. Hvað gekk illa? Framkonur áttu erfitt uppdráttar eftir að hafa misst einn af lykilmönnunum sínum út. Þær héldu þó lengi vel út en misstu þetta niður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Eftir að hafa ekki skorað mark í um sjö mínútur í síðari hálfleik misstu þær niður alla trú á sér og hreinlega gáfust bara upp. Hvað gerist næst? Fram á næst deildarleik þann 18. mars gegn HK á heimavelli. Valskonur eiga einnig heimaleik næst en þær fá ÍBV í heimsókn þann 19. mars. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson: Ég er svo stolt af stelpunum „Mér líður ótrúlega vel. Ég er svo stolt af stelpunum og við lögðum okkur allar fram í þetta. Ég er svo ótrúlega glöð og við áttum þetta skilið“ Hafði Lovísa Thompson, nýkringdur mikilvægasti maður leiksins, að segja. „Þetta var hörkuleikur og við gefum Fram bara algjört hrós fyrir það. Þetta eru tvö hörkulið og þetta féll bara okkar megin í dag. Við sýndum mjög mikla grimmd í dag. Við eigum þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna að þessu í mjög langan tíma og það eru margar stelpur í hópnum okkar sem hafa aldrei unnið neitt. Það er bara mjög gaman að taka þetta hér í dag“. „Vörnin var geggjuð hjá okkur og mér fannst hún heppnast algjörlega. Við náðum að loka mjög vel á þær. Sara Sif var að verja ótrúlega marga bolta. Þannig ég myndi segja að við höfum unnið þetta á vörn og markvörslu.“ Sagði Lovía að lokum áður en hún fór að taka við verðlaunum liðsins.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti