Ómar Már vill leiða lista Miðflokksins í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 12:10 Ómar Már Jónsson. Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má. Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má.
Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38