Sport

Dagskráin í dag: Veisla á laugardegi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.
Martin Hermannsson verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Borja B. Hojas/Getty Images

Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla á borðunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik Fjölnis og Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Fulham heimsækir Barnsley í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Aleksandar Mitrović hefur þegar sett markamet í deildinni og það skyldi enginn veðja á móti því að hann setji enn eitt markið í dag. Útsending hefst 12.25.

Martin Hermannsson og félagar eru á dagskrá klukkan 16.50. Valencia heimsækir þá Joventut Badalona í ACB-deildinni í körfubolta.

Klukkan 01.30 er komið að stórleik í NBA-deildinni. Golden State Warriors tekur þá á móti meisturum Milwaukee Bucks.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Spezia og Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Klukkan 16.50 er komið að leik Sampdoria og Juventus í sömu deild. Juventus er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Klukkan 19.35 er komið að leik AC Milan og Empoli en heimamenn eru sem stendur á toppi deildarinnar.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 14.55 hefst útsending fyrir leik Vals og Þórs/KA í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu.

Stöð 2 Golf

Klukkan 18.00 er The Players Championship á dagskrá. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Klukkan 03.30 er svo komið að Honda LPGA Tæland-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×