Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 14:21 Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir stigu einn af öðrum í pontu Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. Þingamaður Pírata sagði Útlendingastofnun ítrekað hafa framið lögbrot. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50