Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:13 Ungar konur fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum. Vísir/getty Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni. Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir er á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ. Könnunin var tekin árin 2019-2021 og tóku 822 þátt. Á Facebook síðu embættis landslæknis er hægt að horfa á kynningu landskönnunarinnar sem hófst klukkan 11.00. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að neysla landsmanna á viðbættum sykri og rauðu kjöti minnkar en landsmenn þurfa að taka sig á í grænmetis- og ávaxtaáti til að ná viðmiðum. Verulega hefur dregið úr neyslu á rauðu kjöti eða því sem nemur rúmum 60 grömmum á viku að meðaltali, eða tíu prósent. Hlutfall orku úr viðbættum sykri hefur minnkað og fer úr 9 prósent í 7 að meðaltali. Athygli vekur að þrátt fyrir að mjólkurneysla hafi minnkað frá síðustu viðmiðunarkönnun þá hefur neysla á osti aukist. Samdráttur er þá að finna í neyslu landsmanna á kolvetnum en hlutfall heildarorku úr kolvetnum fer úr 42 prósent í viðmiðunarkönnun og niður í 37 prósent í hinni nýju. Öllu verri fréttir blasa við þegar neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum er skoðuð. „Ef við byrjum á því að skoða grænmetisneysluna þá kemur í ljós að hún stendur í stað og er að meðaltali 114 gr. á dag. Einungis 1 prósent þátttakenda borða 250 gr. eins og ráðlagt er. Þá hefur dregið úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalneysla ávaxta minnkar frá síðustu könnun úr 118 gr. á dag í 98 gr. á dag. Einungis 4 prósent þátttakenda borða 250 gr. af ávöxtum eins og ráðlagt er,“ sagði Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Alma Möller hélt stutta ræðu á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöður landskönnunar á mataræði voru kynntar. Blikur eru á lofti hvað járnneyslu ungra kvenna varðar. Enginn ungur kvenkynsþátttakandi í landskönnun á mataræði náði að neyta því sem nemur ráðlögðum dagskammti af járni. Ráðlagður skammtur er 15 mgr. á dag. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig fyrir heila-og taugaþroska barna. „Konur í þessum aldurshópi, og þær eru jú á barneignaraldri, fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við járn, joð, C-vítamín og fólat og að auki er D-vítamín neysla þeirra að jafnaði undir ráðlagðri inntöku líkt og hjá ungum karlmönnum en það er sá hópur sem fær minnst af D-vítamíni,“ sagði Alma Möller, landlæknir sem flutti stutta ræðu á kynningunni.
Matur Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31 Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Gæti opnað afeitrunarstöð fyrir íslenskar konur sem eru háðar Pepsi Max Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um mismunandi mataræði sem fólk hefur verið að nýta sér í gegnum tíðina. 15. febrúar 2022 11:31
Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. 13. janúar 2022 12:01