Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 11:50 Hjónin Linda og Hilmar stofnuðu Frelsið, kristilega miðstöð, í miðbæ Reykjavíkur haustið 1995. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega af fyrrverandi safnaðarmeðlimum fyrir vafasama stjórnunarhætti í söfnuðinum. Skjáskot/Timarit.is Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01