Hvað er framundan í ljósi hörmunga sem steðja að og er einhver von? Gylfi Ingvarsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar