Sport

Rússneski áróðurs-fimleikamaðurinn sér ekki eftir að hafa merkt sig með Z

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Kuliak mætti kokhraustur í viðtal og sá ekki eftir neinu.
Ivan Kuliak mætti kokhraustur í viðtal og sá ekki eftir neinu. Youtube

Rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak hljóp ekkert í felur þrátt fyrir að hafa hneykslað marga með stríðsáróðri sínum á heimsbikarnum í fimleikum og hefur hann nú tjáð sig um atvikið.

Hinn tvítugi Kuliak mætti í viðtal hjá rússneskum miðli sem er í eigu ríkisins.

Kulak mátti ekki vera með rússneska skjaldarmerkið eða rússneska fánann á búningi sínum á mótinu vegna refsiaðgerða gegn Rússum en ákvað í staðinn að setja Z framan á brjóstkassann. Z er tákn Rússa yfir stuðning við innrásina í Úkraínu.

Kulak náði bronsi á tvíslá og var á verðlaunapallinum við hlið Úkraínumannsins Illya Kovtun sem vann gull.

Við komuna heim til Rússlands þá mætti Kulak kokhraustur í viðtal.

„Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Ivan Kuliak.

„Ef ég fengi annað tækifæri þá hefði ég gert það nákvæmlega sama aftur,“ sagði Kuliak.

Z er eins og áður sagði tákn Rússa yfir innrás til sigurs og það má sjá það á mörgum skriðdrekum sem keyra inn í Úkraínu.

„Ég sá Z á skriðdrekunum og athugaði hvað hún þýddi. Þá kom í ljós að Z táknaði merkingarnar „fyrir sigri“ og „fyrir friði.“ Ég vildi því sýna mína skoðun. Sem íþróttamaður þá keppi ég alltaf fyrir sigri og fyrir friði,“ sagði Kuliak.

Líklega er þó strákurinn í hópi þeirra Rússa sem fá ekki að vita sannleikann um það sem er að gerast í Úkraínu en það er þó ekkert öruggt. Hluti af skýringunni er samt augljóslega að hann hefur verið í kringum herinn eins og sjá má hér fyrir neðan.

Alþjóða fimleikasambandið hefur tekið mál Rússans inn á borð aganefndar og hann gæti átt von á banni eða sekt. Í tilkynningu sambandsins þá er talað um sjokkerandi framkomu Rússans.


Tengdar fréttir

Bók­stafurinn sem táknar stuðning við inn­rás Rússa

Tákn sem birst hefur á myndum af stríðsvélum Rússa í Úkraínu og virðist upphaflega átt að þjóna þeim tilgangi að aðgreina stríðsgögnin hefur öðlast nýtt líf. Bókstafurinn Z er orðið tákn þeirra sem styðja Rússa og innrásina í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×