Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. mars 2022 14:09 Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur á Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV á laugardagskvöldið. RÚV Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira