Tugmilljóna mál þrotabús Pressunnar gegn ríkinu fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2022 12:17 Hæstiréttur Íslands Hæstiréttur hefur veitt þrotabúi Pressunnar ehf. leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar þar sem íslenska ríkið var sýknað af tugmilljóna kröfu þrotabúsins. Málið má rekja til þess að þrotabú Pressunnar, félags sem var umsvifamikið á íslensku fjölmiðlamarkaði fyrir nokkrum árum, krafðist þess að greiðslum frá Pressunni upp á ríflega sjötíu milljóna króna til ríkisins yrði rift. Um var að ræða tvær greiðslur, ein upp á 1,6 milljónir og hin upp á 69,1 milljón krónur. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrri greiðslan færi riftanleg, en sú síðari ekki þar sem hún hafi verið innt af hendi af þriðja aðila. Þrotabúið fór fram á það við Hæstarétt að mega skjóta þeirri niðurstöðu Landsréttar að seinni greiðslan væri óriftanleg til Hæstaréttar. Var það gert á þeim grundvelli að mikilvægt væri að fá fordæmi Hæstaréttar fyrir því hvort að það hafi þýðingu að greiðandi skuldar sé tengdur þrotamanni og hvaða kröfur sé eðlilegt að gera til þess að sýnt sé fram á að fjármunir hafi í reynd tilheyrt honum. Í málskotsbeiðninni er því haldið fram að Landsréttur hafi litið framhjá því að um var að ræða greiðslu á skuld Pressunnar ehf. sem hafi verið greidd með vitund og vilja eigenda og stjórnenda þess félags. Standi dómur Landsréttar óhaggaður leiði það til þess að hægt sé að fara framhjá riftunarreglum gjaldþrotaskiptaréttar með því að þriðji aðili greiði skuldir þrotamanns, að mati þrotabúsins. Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi og mun málið því koma til kasta dómstólsins. Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Björn Ingi gjaldþrota Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota. 28. febrúar 2022 17:44 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Málið má rekja til þess að þrotabú Pressunnar, félags sem var umsvifamikið á íslensku fjölmiðlamarkaði fyrir nokkrum árum, krafðist þess að greiðslum frá Pressunni upp á ríflega sjötíu milljóna króna til ríkisins yrði rift. Um var að ræða tvær greiðslur, ein upp á 1,6 milljónir og hin upp á 69,1 milljón krónur. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrri greiðslan færi riftanleg, en sú síðari ekki þar sem hún hafi verið innt af hendi af þriðja aðila. Þrotabúið fór fram á það við Hæstarétt að mega skjóta þeirri niðurstöðu Landsréttar að seinni greiðslan væri óriftanleg til Hæstaréttar. Var það gert á þeim grundvelli að mikilvægt væri að fá fordæmi Hæstaréttar fyrir því hvort að það hafi þýðingu að greiðandi skuldar sé tengdur þrotamanni og hvaða kröfur sé eðlilegt að gera til þess að sýnt sé fram á að fjármunir hafi í reynd tilheyrt honum. Í málskotsbeiðninni er því haldið fram að Landsréttur hafi litið framhjá því að um var að ræða greiðslu á skuld Pressunnar ehf. sem hafi verið greidd með vitund og vilja eigenda og stjórnenda þess félags. Standi dómur Landsréttar óhaggaður leiði það til þess að hægt sé að fara framhjá riftunarreglum gjaldþrotaskiptaréttar með því að þriðji aðili greiði skuldir þrotamanns, að mati þrotabúsins. Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi og mun málið því koma til kasta dómstólsins.
Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Björn Ingi gjaldþrota Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota. 28. febrúar 2022 17:44 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira