Sólveig Anna, Mogginn og SALEK Birgir Dýrfjörð skrifar 5. mars 2022 07:00 Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun