Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 17:19 Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Ómars R. Valdimarssonar lögmaður. Samsett Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. Vísaði hann til 36. greinar laga um fjölmiðla um rétt til andsvara. Að mati Ómars þjónaði umfjöllun Mannlífs þeim eina tilgangi að sverta mannorð hans. Umfjöllunin væri bæði röng og óvönduð og ekki væri gætt að hlutleysi eða heimildum. Segist hann hafa óskað eftir leiðréttingu og reynt að koma á framfæri andsvörum en án árangurs. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að það sé mat hennar að útgefandi Mannlífs hafi uppfyllt lágmarkskröfur um andsvör. Kvörtunin varðar umfjöllun sem birtist á vef Mannlífs þann 18. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Ómar vændur um skattsvik“ í flokknum „Orðrómur.“ Reynir Traustason, ritstjóri og annar eiganda Mannlífs, er skrifaður fyrir færslunni. Þar segir meðal annars: „Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri frettin.is, lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Ómar Valdimarsson, lögfræðingur athafnamannsins Róberts Wessman, uppnefndi Margréti á þræði á Facebook og kallaði hana Möggu klikk. Þegar einhver benti honum á ruddaskapinn þóttist hann hafa ætlað að skrifa Magga Frikk. Margrét blandaði sér í umræðuna og lét hann hafa það óþvegið og benti á að þetta væru meiðyrði. Hún fullyrti svo að Ómar léti skjólstæðinga sína greiða undir borðið til að sleppa við skatt. Árétta skal að ekki eru sannanir komnar fram um það atriði. Ómar svaraði áburðinum um skattsvikin engu, en hótaði að stefna öðrum netverja, sem birti af honum mynd í skikkju, en stóð ekki við þá hótun sína. Ómar er opinberlega með hreinan skjöld fyrur utan það að hann hefur fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn …“ Í kvörtun Ómars til Fjölmiðlanefndar segir að hann hafi aldrei krafið, hvað þá móttekið greiðslur skjólstæðinga sína, fram hjá innheimtukerfi lögmannsstofunnar. „Í „fréttinni“ er þó tekið fram að ekki séu komnar fram sannanir um það sem [Ómari] er brigslað um, en engu að síður telur [Reynir Traustason] rétt að halda þessu fram, án þess að tryggja að farið sé með rétt mál eða gefa [Ómari] færi á að svara dylgjunum,“ segir jafnframt í kvörtuninni. Þá er því hafnað að Ómar hafi hótað að stefna netverja og ekki staðið við hótun sína. Hið rétta sé að hann hafi sent netverja kröfubréf um að fjarlægja tiltekna færslu á Facebook, þar sem notast var við mynd í eigu hans án leyfis. „Samhliða kröfubréfi var send beiðni á Facebook um að fjarlægja færsluna, sem varð við beiðni [Ómars]. Eftir stóð að netverjinn var krafinn um kr. 100 í skaðabætur vegna notkunar á myndinni og skyldi hann greiða fjármunina til Solaris hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur. Greiðslan var inn af hendi af Fréttinni ehf., sem stýrt er af Margréti Friðriksdóttur (fskj. 3). Með greiðslunni féll krafa [Ómars] niður, í samræmi við kröfubréf þar um.“ Sakar Mannlíf um fara frjálslega með staðreyndir Einnig er gerð athugasemd við að í umfjöllun Mannlífs sé haldið fram að Ómar hafi fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn. Hið rétta sé að ágreiningur hafi verið milli Ómars og einstaklings sem hann starfaði fyrir í lögræðismáli um þóknun að máli loknu. Að fenginni ráðgjöf hjá Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ) hafi Ómar gefið út reikning sem skotið var til úrskurðanefndar lögmanna. „Þrátt fyrir ráðgjöf framkvæmdastjóra LMFÍ var það niðurstaða nefndarinnar að [Ómar] hefði ekki verið heimilt að rukka skjólstæðinginn sem hann starfaði fyrir, um þá fjármuni sem krafist var. Var [Ómari] því gert að fella umræddan reikning niður og sætti hann áminningu vegna málsins.“ Að mati Ómars hefur ritstjóri Mannlífs með umfjölluninni ekki vandað upplýsingaöflun, sakað sig um hegningarlagabrot og farið frjálslega með staðreyndir. Einnig segir að Ómar hafi hafnað fyrrgreindri umfjöllun sem efnislega rangri í tölvupósti til lögmanns ritstjóra Mannlífs. Að lokum er áréttað í kvörtuninni til Fjölmiðlanefndar að beiðni um andsvar eða leiðréttingu hafi ekki verið svarað. Unnið upp úr umfjöllun á Fréttin.is Að sögn Fjölmiðlanefndar lýtur réttur til andsvara samkvæmt 36. grein fjölmiðlalaga að því að leiðrétta staðreyndir þegar aðili telur að lögmætir hagsmunir sínir, einkum æra eða orðspor, hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli. Rétturinn lúti ekki að því að koma sjónarmiðum að með almennum hætti. „Fjölmiðlaveitu er þannig heimilt að synja beiðni um andsvar fari andsvarið yfir þau mörk í tíma eða lengd sem talin eru nauðsynleg til að leiðrétta staðreyndir málsins, sem og ef í andsvarinu felst annað og/eða meira en slík leiðrétting.“ Umfjöllun Mannlífs var unnin upp úr frétt sem birtist á miðlinum Fréttin.is þann 7. febrúar undir fyrirsögninni „Lögmannsstofan Valdimarsson hótar málssókn vegna myndbirtingar á facebook.“ Horfa skuli til þess að umfjöllunin var í flokknum „orðrómur“ Hvað varðar þau ummæli í umfjöllun Mannlífs að „Ómar léti skjólstæðinga sína greiða undir borðið til að sleppa við skatt“ tekur Fjölmiðlanefnd fram að í umfjölluninni standi að um sé að ræða ummæli Margrétar Friðriksdóttur hjá miðlinum Fréttin.is. Sérstaklega sé árettað í umfjölluninni að „ekki séu sannanir komnar fram um það atriði“ og því ekki um að ræða staðhæfingu um staðreynd. „Að mati Fjölmiðlanefndar var því tekið tillit til þess sem fram kemur í athugasemdum kvartanda í kvörtunarlið 1.1. að hann hafni því að hafa móttekið greiðslur skjólstæðinga fram hjá innheimtukerfi Lögmannsstofunnar Valdimarsson. Með því að setja fyrrgreindan fyrirvara við umfjöllun Mannlífs telur Fjölmiðlanefnd að lágmarkskröfur um rétt til andsvara geti talist uppfylltar. Auk þess er umfjöllun Mannlífs birt í flokknum „Orðrómur“ en ekki „Fréttir“ sem gefur lesendum til kynna að taka beri efni umfjöllunarinnar með ákveðnum fyrirvara. Í ljósi framangreinds verður Mannlífi ekki gert að birta andsvar það sem tilgreint er í kvörtunarlið 1.1.“ Ekki fært rök fyrir því að um ótvíræða staðreyndavillu sé að ræða Varðandi athugasemdir vegna þeirra ummæla að Ómar hafi „[hótað] að stefna öðrum netverja, sem birti af honum mynd í skikkju, en stóð ekki við þá hótun sína“ hefur Ómar að mati Fjölmiðlanefndar ekki fært fullnægjandi rök fyrir því að um ótvíræða staðreyndavillu sé að ræða sem þurfi að leiðrétta. „Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum verður ekki betur séð en að Lögmannsstofan Valdimarsson hafi sent kröfubréf f.h. kvartanda á „netverja“ þar sem áskilinn var sá réttur að stefna viðkomandi fyrir dómi ef hann annað hvort fjarlægði ekki mynd af kvartanda á Facebook eða greiddi skaðabætur að fjárhæð 100 kr. til hjálparsamtaka. Að mati Fjölmiðlanefndar er það ekki alfarið röng fullyrðing að kvartandi hafi „[hótað] að stefna öðrum netverja“ fyrir dómi og að kvartandi hafi ekki „[staðið] við þá hótun sína“. Þar sem orðið var við fyrrgreindri kröfu varð ekkert úr stefnu fyrir dómi.“ Í ljósi framangreinds verður Mannlífi ekki gert að birta andsvar við þessum ummælum. Að lokum gerir Ómar athugasemdir við þau ummæli í umfjöllun Mannlífs að „Ómar [sé] opinberlega með hreinan skjöld fyrir utan það að hann hefur fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn …“. Telur Fjölmiðlanefnd að athugasemdir Ómars feli ekki í sér leiðréttingu á ótvíræðum staðreyndavillum. „Verður að mati nefndarinnar ekki annað séð en að umrædd fullyrðing eigi sér nokkra stoð í úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna sem kveðinn var upp 28. febrúar 2018 þar sem kvartandi sætti áminningu.“ Í ljósi þess verði Mannlífi ekki gert að birta andsvar Ómars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Vísaði hann til 36. greinar laga um fjölmiðla um rétt til andsvara. Að mati Ómars þjónaði umfjöllun Mannlífs þeim eina tilgangi að sverta mannorð hans. Umfjöllunin væri bæði röng og óvönduð og ekki væri gætt að hlutleysi eða heimildum. Segist hann hafa óskað eftir leiðréttingu og reynt að koma á framfæri andsvörum en án árangurs. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að það sé mat hennar að útgefandi Mannlífs hafi uppfyllt lágmarkskröfur um andsvör. Kvörtunin varðar umfjöllun sem birtist á vef Mannlífs þann 18. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Ómar vændur um skattsvik“ í flokknum „Orðrómur.“ Reynir Traustason, ritstjóri og annar eiganda Mannlífs, er skrifaður fyrir færslunni. Þar segir meðal annars: „Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri frettin.is, lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Ómar Valdimarsson, lögfræðingur athafnamannsins Róberts Wessman, uppnefndi Margréti á þræði á Facebook og kallaði hana Möggu klikk. Þegar einhver benti honum á ruddaskapinn þóttist hann hafa ætlað að skrifa Magga Frikk. Margrét blandaði sér í umræðuna og lét hann hafa það óþvegið og benti á að þetta væru meiðyrði. Hún fullyrti svo að Ómar léti skjólstæðinga sína greiða undir borðið til að sleppa við skatt. Árétta skal að ekki eru sannanir komnar fram um það atriði. Ómar svaraði áburðinum um skattsvikin engu, en hótaði að stefna öðrum netverja, sem birti af honum mynd í skikkju, en stóð ekki við þá hótun sína. Ómar er opinberlega með hreinan skjöld fyrur utan það að hann hefur fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn …“ Í kvörtun Ómars til Fjölmiðlanefndar segir að hann hafi aldrei krafið, hvað þá móttekið greiðslur skjólstæðinga sína, fram hjá innheimtukerfi lögmannsstofunnar. „Í „fréttinni“ er þó tekið fram að ekki séu komnar fram sannanir um það sem [Ómari] er brigslað um, en engu að síður telur [Reynir Traustason] rétt að halda þessu fram, án þess að tryggja að farið sé með rétt mál eða gefa [Ómari] færi á að svara dylgjunum,“ segir jafnframt í kvörtuninni. Þá er því hafnað að Ómar hafi hótað að stefna netverja og ekki staðið við hótun sína. Hið rétta sé að hann hafi sent netverja kröfubréf um að fjarlægja tiltekna færslu á Facebook, þar sem notast var við mynd í eigu hans án leyfis. „Samhliða kröfubréfi var send beiðni á Facebook um að fjarlægja færsluna, sem varð við beiðni [Ómars]. Eftir stóð að netverjinn var krafinn um kr. 100 í skaðabætur vegna notkunar á myndinni og skyldi hann greiða fjármunina til Solaris hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur. Greiðslan var inn af hendi af Fréttinni ehf., sem stýrt er af Margréti Friðriksdóttur (fskj. 3). Með greiðslunni féll krafa [Ómars] niður, í samræmi við kröfubréf þar um.“ Sakar Mannlíf um fara frjálslega með staðreyndir Einnig er gerð athugasemd við að í umfjöllun Mannlífs sé haldið fram að Ómar hafi fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn. Hið rétta sé að ágreiningur hafi verið milli Ómars og einstaklings sem hann starfaði fyrir í lögræðismáli um þóknun að máli loknu. Að fenginni ráðgjöf hjá Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ) hafi Ómar gefið út reikning sem skotið var til úrskurðanefndar lögmanna. „Þrátt fyrir ráðgjöf framkvæmdastjóra LMFÍ var það niðurstaða nefndarinnar að [Ómar] hefði ekki verið heimilt að rukka skjólstæðinginn sem hann starfaði fyrir, um þá fjármuni sem krafist var. Var [Ómari] því gert að fella umræddan reikning niður og sætti hann áminningu vegna málsins.“ Að mati Ómars hefur ritstjóri Mannlífs með umfjölluninni ekki vandað upplýsingaöflun, sakað sig um hegningarlagabrot og farið frjálslega með staðreyndir. Einnig segir að Ómar hafi hafnað fyrrgreindri umfjöllun sem efnislega rangri í tölvupósti til lögmanns ritstjóra Mannlífs. Að lokum er áréttað í kvörtuninni til Fjölmiðlanefndar að beiðni um andsvar eða leiðréttingu hafi ekki verið svarað. Unnið upp úr umfjöllun á Fréttin.is Að sögn Fjölmiðlanefndar lýtur réttur til andsvara samkvæmt 36. grein fjölmiðlalaga að því að leiðrétta staðreyndir þegar aðili telur að lögmætir hagsmunir sínir, einkum æra eða orðspor, hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli. Rétturinn lúti ekki að því að koma sjónarmiðum að með almennum hætti. „Fjölmiðlaveitu er þannig heimilt að synja beiðni um andsvar fari andsvarið yfir þau mörk í tíma eða lengd sem talin eru nauðsynleg til að leiðrétta staðreyndir málsins, sem og ef í andsvarinu felst annað og/eða meira en slík leiðrétting.“ Umfjöllun Mannlífs var unnin upp úr frétt sem birtist á miðlinum Fréttin.is þann 7. febrúar undir fyrirsögninni „Lögmannsstofan Valdimarsson hótar málssókn vegna myndbirtingar á facebook.“ Horfa skuli til þess að umfjöllunin var í flokknum „orðrómur“ Hvað varðar þau ummæli í umfjöllun Mannlífs að „Ómar léti skjólstæðinga sína greiða undir borðið til að sleppa við skatt“ tekur Fjölmiðlanefnd fram að í umfjölluninni standi að um sé að ræða ummæli Margrétar Friðriksdóttur hjá miðlinum Fréttin.is. Sérstaklega sé árettað í umfjölluninni að „ekki séu sannanir komnar fram um það atriði“ og því ekki um að ræða staðhæfingu um staðreynd. „Að mati Fjölmiðlanefndar var því tekið tillit til þess sem fram kemur í athugasemdum kvartanda í kvörtunarlið 1.1. að hann hafni því að hafa móttekið greiðslur skjólstæðinga fram hjá innheimtukerfi Lögmannsstofunnar Valdimarsson. Með því að setja fyrrgreindan fyrirvara við umfjöllun Mannlífs telur Fjölmiðlanefnd að lágmarkskröfur um rétt til andsvara geti talist uppfylltar. Auk þess er umfjöllun Mannlífs birt í flokknum „Orðrómur“ en ekki „Fréttir“ sem gefur lesendum til kynna að taka beri efni umfjöllunarinnar með ákveðnum fyrirvara. Í ljósi framangreinds verður Mannlífi ekki gert að birta andsvar það sem tilgreint er í kvörtunarlið 1.1.“ Ekki fært rök fyrir því að um ótvíræða staðreyndavillu sé að ræða Varðandi athugasemdir vegna þeirra ummæla að Ómar hafi „[hótað] að stefna öðrum netverja, sem birti af honum mynd í skikkju, en stóð ekki við þá hótun sína“ hefur Ómar að mati Fjölmiðlanefndar ekki fært fullnægjandi rök fyrir því að um ótvíræða staðreyndavillu sé að ræða sem þurfi að leiðrétta. „Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum verður ekki betur séð en að Lögmannsstofan Valdimarsson hafi sent kröfubréf f.h. kvartanda á „netverja“ þar sem áskilinn var sá réttur að stefna viðkomandi fyrir dómi ef hann annað hvort fjarlægði ekki mynd af kvartanda á Facebook eða greiddi skaðabætur að fjárhæð 100 kr. til hjálparsamtaka. Að mati Fjölmiðlanefndar er það ekki alfarið röng fullyrðing að kvartandi hafi „[hótað] að stefna öðrum netverja“ fyrir dómi og að kvartandi hafi ekki „[staðið] við þá hótun sína“. Þar sem orðið var við fyrrgreindri kröfu varð ekkert úr stefnu fyrir dómi.“ Í ljósi framangreinds verður Mannlífi ekki gert að birta andsvar við þessum ummælum. Að lokum gerir Ómar athugasemdir við þau ummæli í umfjöllun Mannlífs að „Ómar [sé] opinberlega með hreinan skjöld fyrir utan það að hann hefur fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn …“. Telur Fjölmiðlanefnd að athugasemdir Ómars feli ekki í sér leiðréttingu á ótvíræðum staðreyndavillum. „Verður að mati nefndarinnar ekki annað séð en að umrædd fullyrðing eigi sér nokkra stoð í úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna sem kveðinn var upp 28. febrúar 2018 þar sem kvartandi sætti áminningu.“ Í ljósi þess verði Mannlífi ekki gert að birta andsvar Ómars.
„Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri frettin.is, lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Ómar Valdimarsson, lögfræðingur athafnamannsins Róberts Wessman, uppnefndi Margréti á þræði á Facebook og kallaði hana Möggu klikk. Þegar einhver benti honum á ruddaskapinn þóttist hann hafa ætlað að skrifa Magga Frikk. Margrét blandaði sér í umræðuna og lét hann hafa það óþvegið og benti á að þetta væru meiðyrði. Hún fullyrti svo að Ómar léti skjólstæðinga sína greiða undir borðið til að sleppa við skatt. Árétta skal að ekki eru sannanir komnar fram um það atriði. Ómar svaraði áburðinum um skattsvikin engu, en hótaði að stefna öðrum netverja, sem birti af honum mynd í skikkju, en stóð ekki við þá hótun sína. Ómar er opinberlega með hreinan skjöld fyrur utan það að hann hefur fengið ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing sinn …“
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira