Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 4. mars 2022 15:30 Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun