Fékk tæplega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn misskildi hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Aron Jóhannsson spilaði lítið með Werder Bremen á sínum tíma vegna erfiðra meiðsla. Getty Images Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi. Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann. Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann.
Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira