Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 22:16 Forsætisráðherra ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Facebook/Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira