Úkraínsk tenniskona sló út Rússa og gefur úkraínska hernum allt verðlaunaféð sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 15:00 Elina Svitolina fagnar sigri á þeirri rússnesku með táknrænum hætti. AP/ Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina vann Rússann Anastasiu Potapovu á móti í Mexíkó sem er hluti af heimsmótaröðinni í tennis. Hún segir þetta hafa verið stóran sigur fyrir sig en um tíma ætlaði hún ekki að mæta til leiks. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira