Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 19:21 Forseti Úkraínu heldur til í höfuðborginni Kænugarði og stappar stálinu í þjóð sína. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira