Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2022 23:10 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22