„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 18:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16