Björn Ingi gjaldþrota Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 17:44 Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota. Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook þar sem hann segir frá því að í síðustu viku hafi hann farið í persónulegt gjaldþrot, vegna mála sem tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. „Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tengjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið mér þungur baggi að bera um árabil. Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í allskonar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir,“ skrifar Björn Ingi. Björn Ingi var á síðasta ári dæmdur til að greiða þrotabúi Vefpressunnar áttatíu milljónir króna. Þá staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands sem hafði fallist á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Héraðsdómur og Landsréttur féllust einnig á það. Björn Ingi freistaði þess að skjóta niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar á síðasta ári, án árangurs. Segist hafa tapað öllum sínum eigum Í Facebook-færslunni segir Björn Ingi að nú þurfi hann að byrja upp á nýtt, peningar séu þó ekki allt og að mikilvægt sé að vera til staðar fyrir fólkið sitt og halda heilsu. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifar hann. Björn Ingi, sem nú stýrir Viljanum, segist áfram ætla að vera Björn Ingi á Viljanum og sinna ýmsum öðrum verkum. „[H]eld kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það og vona eins og aðrir að veröldin sé ekki á barmi kjarnorkustyrjaldar.“ Fjölmiðlar Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook þar sem hann segir frá því að í síðustu viku hafi hann farið í persónulegt gjaldþrot, vegna mála sem tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. „Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tengjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið mér þungur baggi að bera um árabil. Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í allskonar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir,“ skrifar Björn Ingi. Björn Ingi var á síðasta ári dæmdur til að greiða þrotabúi Vefpressunnar áttatíu milljónir króna. Þá staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands sem hafði fallist á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Héraðsdómur og Landsréttur féllust einnig á það. Björn Ingi freistaði þess að skjóta niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar á síðasta ári, án árangurs. Segist hafa tapað öllum sínum eigum Í Facebook-færslunni segir Björn Ingi að nú þurfi hann að byrja upp á nýtt, peningar séu þó ekki allt og að mikilvægt sé að vera til staðar fyrir fólkið sitt og halda heilsu. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifar hann. Björn Ingi, sem nú stýrir Viljanum, segist áfram ætla að vera Björn Ingi á Viljanum og sinna ýmsum öðrum verkum. „[H]eld kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það og vona eins og aðrir að veröldin sé ekki á barmi kjarnorkustyrjaldar.“
Fjölmiðlar Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08
Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12
Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57