Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 14:23 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar lagði Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra og aðstoðarsaksóknara Eyþór Þorbergsson fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. vísir/egill/vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira