Byggjum á því sem virkar – raunverulegar aðgerðir i húsnæðismálum! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:31 Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar