Nýir tímar á skrifstofunni Tómas H. Ragnarz skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun