Halldór Jóhann: Getum ekki farið að pæla í bikarhelginni strax Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 22:02 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum sáttur með sitt lið er það vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld í 16. umferð Olís deild karla. „Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42