„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2022 20:05 Sebastian Alexanderssyni var heitt í hamsi eftir tapið í dag. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“ Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“
Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira