Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Leikmenn Manchester United og Watford (Getty Images) Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til. Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn